Rafmagn úti á hluta HSU 2. nóvember 2024
30. október 2024
Næstkomandi laugardag 2. nóvember milli kl. 12-14.30 verður alveg rafmagsnlaust á vesturálmu HSU á Selfossi.


Næstkomandi laugardag 2. nóvember milli kl. 12-14.30 verður alveg rafmagsnlaust á vesturálmu HSU, nánar tiltekið Foss- og Ljósheimum, heilsugæslu og kjallara.
LYFTUR í vesturhluta hússins verða alveg úti þennan tíma og eru aðstandendur heimilisfólks á Foss- og Ljósheimum beðin að reikna með því.
Verið er að tengja inn nýtt varaafl í þennan hluta hússins.