Þessi frétt er meira en árs gömul
Nýr yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi
27. júlí 2023
Helgi Hafsteinn Helgason sérfræðingur í krabbameinslækningum og klínískri lyfjafræði hefur störf á HSU 1. ágúst.


Helgi Hafsteinn Helgason sérfræðingur í krabbameinslækningum hefur verið ráðinn yfirlæknir lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi frá og með 1. ágúst 2023.
Helgi er nýfluttur til landsins eftir að hafa starfað í Hollandi til fjölda ára. Helgi lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1996, hann hlaut sérfræðileyfi í krabbameinslækningum 2005 og í klíniskri lyfjafræði 2007. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Haaglanden Medical Center í Hag frá árinu 2010. Hann hefur áralanga reynslu af meðferð krabbameinssjúklinga, rannsóknum, kennslu og stjórnun.
Við bjóðum Helga Hafsteinn hjartanlega velkominn til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.