Þessi frétt er meira en árs gömul
Íbúar að flytja inn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi
19. október 2022
Heimilismenn eru smátt og smátt að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi og eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur.


Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn.. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið.
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar.