Þessi frétt er meira en árs gömul
HSU heilsueflandi vinnustaður
25. nóvember 2022
HSU hefur hefur fengið viðurkenninguna að mega bera titilinn heilsueflandi vinnustaður, samkvæmt Embætti landlæknis.


Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks.
Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að áframhaldandi þroska einstaklingsins. Heilsueflingu á vinnustöðum er ætlað að efla mannauð vinnustaða með bættri heilsu og líðan.
Sjá nánar um heilsueflandi vinnustað hér