Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimsóknartími á Lyflækningadeild Selfossi lengdur frá og með 22. ágúst
16. ágúst 2023
Heimsóknartími lengdur


Frá og með þriðjudeginum 22. ágúst mun heimsóknartími á Lyflækningadeild Selfossi lengjast og verður nú frá 14:00-20:00 alla daga vikunnar.
Eins og áður þá eru einstaklingar með grun um veikindi beðnir um að forðast heimsóknir og sé óskað eftir heimsókn utan heimsóknartíma skal tala við vaktstjóra á deildinni. Símanúmer á Lyflækningadeild er 432-2210.