Grímuskylda á HSU Selfossi og á sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum
23. júlí 2024
Skjólstæðingar með öndunarfæraeinkenni skulu bera grímu á öllum starfsstöðvum HSU


Frá og með 24. júlí verður grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum á öllum deildum HSU á Selfossi og á sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum. Öllum skjólstæðingum, heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu.
Skjólstæðingar með öndunarfæraeinkenni skulu undantekingarlaust bera grímu á öllum starfsstöðvum HSU.
Þá minnum við á að mikilvægi handhreinsunar en það er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir.
Þessar ráðstafanir verða endurskoðaðar 12. ágúst.