Þessi frétt er meira en árs gömul
Gjöf frá velunnurum HSU
11. janúar 2024
Gjöf frá Rebekkustúku nr. 9 Þóra á Selfossi.


Núna í lok árs tók Anna Björk deildarstjóri, fyrir hönd Lyflækningadeildar við veglegri peningagjöf frá Rebekkustúku nr. 9. Þóra á Selfossi. Gjöfin verður nýtt til þess að innrétta rými sem skapaðist fyrir ofan móttöku við nýlegar húsnæðisbreytingar og er það rými hugsað fyrir aðstandendur og sjúklinga. Það er starfsfólki afar dýrmætt að geta boðið skjólstæðingum upp á að geta bæði breytt um umhverfi og að komast í næði, ef þörf er á.
Gjafir eins og þessar eru ómetanlegar og þökkum við Rebekkustúku nr.9. Þóru kærlega fyrir gjöfina.