Þessi frétt er meira en árs gömul
Erindi frá HSU á Nýsköpunarmóti
10. nóvember 2022
Nýverið var haldið Nýsköpunarmót á vegum Ríkisstjórnar Íslands þar sem Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, var með erindi um Heimaspítala HSU, frumkvöðlaverkefni sem verið er að innleiða um þessar mundir.


Heimaspítali er með öðru sniði en heimahjúkrun og snýr að tímabundinni þjónustu sem veitt verður í heimahúsi í þeim tilgangi að fækka innlögnum á sjúkrahús og stytta sjúkrahúsdvöl. Heimaspítalinn verður þjónustaður af heilbrigðisstarfsfólki HSU sem jafnframt mun styðjast við nýtt fjarheilbrigðisþjónustukerfi sem HSU er að innleiða. Kerfið tengist stafrænni heilsugátt sem verður í vöktun starfsmanna HSU. Heimaspítalinn er afar spennandi viðbót í heilbrigðisþjónustu og á verkefnahópur HSU sem stendur að innleiðingunni hrós skilið fyrir glæsilegt og flott frumkvöðlastarf sem víða hefur vakið athygli.
Á Nýsköpunarmótinu voru flutt fleiri áhugaverð erindi en gaman er að sjá þennan spennandi vettvang opnast þar sem kynntar eru nýsköpunarhugmyndir í heilbrigðisþjónustu.
Við óskum Guðnýju Stellu til hamingju með fræðandi og glæsilegt erindi.