Þessi frétt er meira en árs gömul
Eiríkur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir hefur hafið störf á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
10. ágúst 2023
Þvagfæraskurðlæknir hefur störf á HSU


Eiríkur Orri Guðmundsson er Selfyssingur, hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1990 og hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1999. Hann hlaut sérfræðiréttindi í þvagfæraskurðlækningum árið 2005. Eiríkur Orri starfaði í Karlskrona í Svíþjóð 2002-2006 og við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum 2006-2012, síðasta árið sem yfirlæknir þvagfæraskurðdeildar í Uppsölum. Hann starfaði sem þvagfæraskurðlæknir á Landspítala 2012-2023 auk þess að reka læknastofu í Læknastöðinni Glæsibæ frá 2013. Hann hefur áralanga reynslu í þvagfæraskurðlækningum, rannsóknarvinnu, kennslu og stjórnun. Við bjóðum Eirík Orra hjartanlega velkominn til starfa hjá okkur.