Þessi frétt er meira en árs gömul
Aukin þjónustu á göngudeild Selfossi
27. nóvember 2023
Göngudeild Selfossi


Nýverið voru skipulagsbreytingar innanhúss á Selfossi þar sem göngudeildin fékk afhenta gömlu fæðingarstofuna fyrir sína þjónustu. Fæðingarstofan var þá flutt inn á ljósmæðra- og fæðingardeild þar sem öll þeirra þjónusta fer nú fram.
Við breytingarnar fékk göngudeildin 3 nýja meðferðarstóla sem hægt er að nota til lyfjagjafa. Breytingin er kærkomin þar sem starfsemi deildarinnar fer sífellt vaxandi. Á deildina koma um 60-70 manns í hverri viku. Þrjá daga í viku fer fram blóðskilun, tvo daga í viku krabbameinslyfjagjafir og aðrar lyfjagjafir, um 30-40, dreifast niður á alla virka daga vikunnar. Allar ambulant blóðgjafir á svæðinu í kring fara einnig í gegnum göngudeildina á Selfossi.



