Þessi frétt er meira en árs gömul
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
25. nóvember 2022
Í dag þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og mun átakinu ljúka þann 10. desember, sem er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur.


Í dag þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og mun átakinu ljúka þann 10. desember, sem er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Dagsetningar átaksins voru valdar til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.
HSU er samstarfsaðili Sigurhæða (sértækt úrræði á suðurlandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi) og mun flagga appelsínugulum fána á sínum starfstöðvum næstu 16 daga til stuðnings átakinu.