Þessi frétt er meira en árs gömul
Alþjóðlegi röntgendagurinn og fyrsta æfing á Stroke verkferli á HSU
8. nóvember 2023
Tímamótaæfing


Í dag er alþjóðlegi röntgendagurinn og óskum við geislafræðingum og röntgenlæknum hjartanlega til hamingju með daginn.
Þann 8. nóvember 1895 áttaði Wilhelm Conrad sig á tilvist röntgengeisla og síðan þá hafa þeir umbylt heilbrigðisþjónustu, bæði með tilliti til greininga og meðferða vegna sjúkdóma.
Gaman er að segja frá því að í dag var einnig fyrsta æfing á nýjum verkferli á HSU. Ferillinn snýr að því að bæta móttöku sjúklinga með einkenni heilablóðfalls.
Í stað þess að sjúklingur sé keyrður beint til Reykjavíkur getur hann nú, miðað við ákveðnar forsendur, komið fyrst á HSU og farið í tölvusneiðmyndatöku. Í kjölfarið er metið í samráði við ráðgefandi taugalækni á Landspítala hvort sjúklingur fái segaleysandi lyf.
Sjúklingur er svo sendur á taugadeild Landspítala til frekari skoðunar. Með þessum nýja verkferli getum við sparað dýrmætar mínútur sem geta haft áhrif á lífsgæði sjúklinga sem fá stroke.



