Þessi frétt er meira en árs gömul
Helga hjúkrunarstjóri HSU í Vík í Mýrdal sæmd fálkaorðu
3. janúar 2024
Forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag


Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri HSU í Vík í Mýrdal, var ein þeirra fjórtán sem sæmd var riddarakrossi á nýársdag 2024 fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu og sveitarstjórnar- og félagsstarfa í heimabyggð og er vel að því komin.
HSU sendir Helgu innilegar hamingjuóskir með heiðursmerkið.