Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Ráðstefna Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir tengiliði æðstu dómstóla

14. júní 2024

Dagana 6.-7. júní hélt Mannréttindadómstóll Evrópu árlega ráðstefnu fyrir tengiliði æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins.

Mannréttindadómstóll Evrópu. Ráðstefna fyrir tengiliði æðstu dómstóla

Dagana 6.-7. júní hélt Mannréttindadómstóll Evrópu árlega ráðstefnu fyrir tengiliði æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins. Hæstiréttur Íslands er hluti af Superior Courts Network sem Mannréttindadómstólinn setti á fót árið 2015 til að geta átt í skilvirkari samskiptum við dómstóla aðildarríkja. Mannréttindadómstóllinn sendir reglulega beiðnir um útskýringar á innlendri löggjöf og framkvæmd vegna samanburðarrannsókna og að sama skapi geta dómstólar aðildarríkjanna sent upplýsingabeiðnir til Mannréttindadómstólsins.

Af hálfu Hæstaréttar sótti Linda Ramdani aðstoðarmaður dómara ráðstefnuna og af hálfu Landsréttar Sigfríð Elín Þorvaldsdóttir aðstoðarmaður dómara. Síofra O‘Leary forseti Mannréttindadómstólsins opnaði ráðstefnuna og fjallað um nýlega dóma yfirdeildar Mannréttindadómstólsins í loftlagsmálum. Í kjölfarið voru frekari fyrirlestrar um dómana ásamt fyrirlestrum og umræðum um dómaframkvæmd fyrir dómstólum aðildarríkjanna í sambærilegum málum. Þá var þátttakendum skipað í vinnuhópa þar sem fjallað var um samskipti æðstu dómstóla við almenning og fjölmiðla og áskoranir því tengdar. Oddný Mjöll Arnardóttir dómari Íslands við Mannréttindadómstólinn og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur hjá dómstólnum tóku einnig á móti íslensku tengiliðunum og kynntu starfsemi dómstólsins og húsakynni.