Ráðstefna EFTA-dómstólsins og málstofa hjá Mannréttindadómstól Evrópu
27. maí 2022
Dómarar við Hæstarétt ásamt skrifstofustjóra réttarins tóku þátt í ráðstefnu EFTA-dómstólsins dagana 19. og 20. maí sl. en hana sóttu einnig norskir hæstaréttardómarar og dómarar frá Liechtenstein.
Þá var Mannréttindadómstóll Evrópu heimsóttur 23. sama mánaðar og efnt til málstofu með forseta dómstólsins, varaforsetum og nokkrum af dómurum Mannréttindadómstólsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af því tilefni.