Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Málflutningskeppni Orators 2024

5. mars 2024

Föstudaginn 1. mars sl. var málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, haldin í Hæstarétti.

Málflutningskeppni Orators 2024

Föstudaginn 1. mars sl. var málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, haldin í Hæstarétti. Tvö lið kepptu og var annað þeirra skipað þeim Önnu Rósu Héðinsdóttur, Birtu Marsilíu Össurardóttur, Hafþóri Ciesielski Benediktssyni, Hildi Berglindi Jóhannesdóttur, Sólrúnu Láru Flóvenz og Them Van Pham. Hitt liðið sem bar sigur úr býtum var skipað Agnesi Guðrúnu Magnúsdóttur, Arent Orra J. Claessen, Árna Svavari Johnsen og Garðari Árna Garðarssyni. Ræðumaður keppninnar var Sólrún Lára Flóvenz.

Dómarar í keppninni voru hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Kristín Benediktsdóttir dósent og Ari Karlsson lögmaður.

Keppnin fór einstaklega vel fram og stóðu allir keppendur sig með mikilli prýði.