Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Lagadeild Ohio Northern University School heimækir Hæstarétt

15. júní 2022

Mánudaginn 13. júní sl. fékk Hæstiréttur heimsókn frá nemendum og kennurum við lagadeild Ohio Northern University ásamt Eyvindi G. Gunnarssyni prófessor.

Ohio 13. júní 2022

Skólinn hefur verið í vinfengi við lagadeild Háskóla Íslands um áratuga skeið og býður reglubundið upp á sumarnám fyrir bandaríska og íslenska nemendur á Íslandi. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Gunnar Atli Gunnarsson aðstoðarmaður dómara og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri tóku á móti gestunum og kynnti þeim starfsemi réttarins. Myndin var tekin við þetta tækifæri.