Heimsókn laganema í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands
22. mars 2024
Í dag fékk Hæstiréttur heimsókn frá laganemum í Evrópurétti á meistarastigi við lagadeild Háskóla Íslands.
Í dag fékk Hæstiréttur heimsókn frá laganemum í Evrópurétti á meistarastigi við lagadeild Háskóla Íslands. Með þeim var kennari á námskeiðinu Elvira Mendez Pinedo prófessor.
Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Ása Ólafsdóttir dómari við réttinn tóku á móti nemendunum og kynntu þeim starfsemi réttarins. Myndin var tekin við þetta tækifæri.