Heimsókn frá University of Missouri
28. júní 2024
Hæstiréttur fékk nýverið heimsókn frá Kinder Institute of Constitutional Democracy en sú stofnun starfar á vegum University of Missouri í Bandaríkjunum.
Hæstiréttur fékk nýverið heimsókn frá Kinder Institute of Constitutional Democracy en sú stofnun starfar á vegum University of Missouri í Bandaríkjunum. Með hópnum var Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason, forseti réttarins, og Jenný Harðardóttir, aðstoðarmaður dómara. Benedikt ávarpaði hópinn og fjallaði um íslenskt réttakerfi og hlutverk Hæstaréttar í því.