Hæstiréttur heimsóttur
12. september 2024
Laura Baudenbacher formaður stjórnar svissneska samkeppniseftirlitsins heimsótti Hæstarétt.
Í gær heimsótti Hæstarétt Laura Baudenbacher en hún er formaður stjórnar svissneska samkeppniseftirlitsins. Jafnframt rekur hún lögmannsstofu í Sviss og Noregi í félagi við föður sinn Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, og fleiri.
Á móti henni tóku Benedikt Bogason, forseti réttarins, og Ólöf Finnsdóttur, skrifstofustjóri, og kynntu starfsemina.