Fundur forseta æðstu dómstóla Norðurlandanna
10. september 2024
Fundur forseta æðstu dómstóla Norðurlandanna var nýverið haldinn í Svíþjóð
Fundur forseta æðstu dómstóla Norðurlandanna var haldinn dagana 4. til 7. september í Dalarna í Svíþjóð. Á fundinum var venju samkvæmt fjallað um það sem efst er á baugi hjá dómstólunum og um ýmisleg sameiginleg málefni þeirra. Fundinn sótti af hálfu Hæstaréttar Benedikt Bogason forseti réttarins og Sigurður Tómas Magnússon varaforseti.