Fara beint í efnið
Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Ábyrgðarmenn og tæknimenn: lokaðar geislalindir

Til að vera ábyrgðarmaður eða tæknimaður vegna lokaðra geislalinda verður að ljúka þessu námskeiði.

Fyrirkomulag námskeiðs

Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum:

  • fyrri hlutinn er fjarnám, sem þátttakendur geta sinnt á sínum tíma,

  • seinni hlutinn er annað hvort staðkennsla í Reykjavík eða fjarkennsla í gegnum Teams.

Áherslur námskeiðs

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi: 

  • almennan grunn geislavarna,

  • líffræðileg áhrif jónandi geislunar og geislaálag starfsmanna sem vinna með geislalindir,

  • alþjóðlega flokkun geislalinda og kynning á gerð og notkun geislalinda í iðnaði og rannsóknum á Íslandi,

  • lagaumhverfi: skyldur og hlutverk leyfishafa, ábyrgðarmanna, tæknimanna og notenda

  • eftirlit með innflutningi, notkun, geymslu og förgun geislalinda

  • áherslur á starfsemi Geislavarna ríkisins hverju sinni.

Efni námskeiðsins er lagað að þátttakendum hverju sinni.

Eftir námskeiðið 

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:   

  • þekkja lög og reglugerðir um geislavarnir,

  • vera meðvitaðir um skyldur sínar,

  • hafa lágmarksþekkingu á vörnum gegn jónandi geislun,

  • þekkja áherslur Geislavarna ríkisins varðandi þá starfsemi sem þeir tengjast  ,

Sjá nánar um kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna (pdf)

Próf

Námskeiðinu lýkur með prófi. Hlekkur á prófið er sendur á þátttakendur fljótlega eftir að kennslustund lýkur. Þátttakendur fá viku til að taka prófið og geta því tekið prófið á þeim tíma sem þeim hentar.

Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná 80% árangri á prófinu.

Verð námskeiðsins

26.000 krónur

Skráning á námskeið

Dagsetningar og skráning á námskeið auglýst þegar nær dregur.

Námskeið: Ábyrgðarmenn og tæknimenn: lokaðar lindir

Ef breyta þarf skráningu eftir að skráning hefur verið send inn, sendu þá tölvupóst á namskeid@gr.is og óskaðu eftir breytingu.

Námsefni - hluti 1, fjarnám

Þátttakandi fer yfir efnið á sínum hraða og klárar áður en seinni hluti byrjar.

Námsefnið samanstendur af:

  • veffyrirlestrum á íslensku

  • myndböndum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni

  • völdum vefsíðum

Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klukkutímar

Námsefni - hluti 2, kennslustund

Þátttakendur skrá sig annað hvort í fjarkennslu eða staðkennslu (Reykjavík).

Námsefnið samanstendur af glærum sem fyrirlesarar fara yfir í kennslustund. Glærur eru sendar til þátttakanda fyrir kennslustund.

Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klukkutímar

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169