Haust 2025: Forskráning á námskeið í opinberri nýsköpun
Þátttakendur munu:
öðlast þekkingu á opinberum innkaupaaðferðum á nýsköpun
gera greinamun á opinberri nýsköpun og opinberum innkaupum á nýsköpun
geta miðað aðgerðir og ákvarðanir um innkaup út frá eigin þörfum fremur en kröfum um tiltekna lausn
upplifa nýtt viðhorf gagnvart verðmætasköpun í opinberum rekstri með kaupum og innleiðingu á nýsköpun
efla eigin burði til að stýra undirbúningi og framkvæmd opinberra innkaupa á nýsköpun
Tilgangur og efni þessa námskeiðs snýst um að:
valdefla þátttakendur við að beita ólíkum aðferðum við opinber kaup á nýsköpun.
upplýsa þátttakendur um hvers kyns tækifæri í nýsköpun fyrir opinbera kaupendur t.a.m. með umræðu um innlend og erlend raundæmi.
auðvelda þátttakendum að knýja fram betri þjónustu, skilvirkari starfsemi og sparnað í rekstri með auknum opinberum kaupum á nýsköpun.
Haust 2025: Forskráning á námskeið í opinbera nýsköpun