Opið fyrir tilnefningar! Nýsköpunarverðlaun hins opinbera 2025
16. apríl 2025
Nú er opið fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði.

Til opinberrar nýsköpunar telst umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera. Tilnefna má til verðlauna í eftirfarandi flokkum:
Einstakling í opinberri starfsemi
Ráðuneyti / Ríkisstofnun
Sveitarfélag / Stofnun sveitarfélags
Opinbert hlutafélag
Senda inn tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025
Dómnefnd 2025
Tilnefningarnar verða metnar af dómnefnd fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Fjársýslunnar og verðlaunahöfum síðasta árs:
Ingþór Karl Eiríksson – forstjóri Fjársýslunnar (formaður)
Íris Huld Christersdóttir – sérfræðingur skrifstofu stjórnuna og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Bryndís Pétursdóttir – verkefnastjóri Sýslumannaráðs (verðlaunahafi 2024)
Styrmir Erlingsson – framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar (verðlaunahafi 2024)
Bragi Bjarnason – bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar (verðlaunahafi 2024)
Verðlaunin verða afhent 13. maí kl. 16 í Hverfanda við Katrínartún 6 (aðkoma frá Bríetartúni).