Nýjar skipanir og setningar við dómstóla
13. febrúar 2025
Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Þór Guðmundsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá og með 13. mars næstkomandi. Jafnframt hefur dómsmálaráðherra sett Brynjar Níelsson í embætti dómara með starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 14. febrúar til og með 31. desember 2025.


Þá hefur dómsmálaráðherra skipað Hildi Briem sem dómanda í Endurupptökudómi og Lárentsínus Kristjánsson sem varadómanda, frá og með 4. febrúar til og með 3. febrúar 2030.