Réttur foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín
Foreldrar eiga rétt á aðgangi að upplýsingum um börn sín.
Það er til dæmis meginregla að birta skal foreldrum allar upplýsingar sem skráðar eru í rafræn upplýsingakerfi. Hins vegar er heimilt að takmarka þennan aðgang foreldra til dæmis ef almanna- eða einkahagsmunir annarra ganga fyrir.
Ábyrgðaraðili verður ávallt að leggja mat á hverju sinni hvort og þá hvaða gögnum aðgangur er takmarkaður að og getur það mat sætt endurskoðun Persónuverndar ef kvörtun berst um efnið.
Foreldri sem ekki fer með forsjá barns á rétt á að fá aðgang að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum.
Það foreldri hefur einnig rétt á að fá munnlegar upplýsingar um barnið frá öðrum aðilum sem fara með mál þess, s.s. sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum, félagsmálanefndum, barnaverndarnefndum og lögreglu.
Í þessu felst þó ekki réttur til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris