Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd við markaðssetningu gagnvart börnum

Notkun á persónuupplýsingum barna í markaðsskyni á sér til dæmis stað:

  • með auglýsingum á samfélagsmiðlum,

  • borðum á vefsíðum

  • auglýsingum í tölvuleikjum.

Fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að hafa heimild til að vinna persónuupplýsingar. Bein markaðssetning getur talist til lögmætra hagsmuna og því getur verið heimilt að hafa samband við börn til að bjóða tiltekna vöru eða þjónustu.

Börn njóta sérstakrar verndar þegar persónuupplýsingar þeirra eru notaðar í markaðssetningu. Ef um er að ræða persónuupplýsingar barna á að byggja á því sem er barni fyrir bestu.

Fyrirtæki og stjórnvöld eiga ekki að misnota þá staðreynd að börn kunna að vera síður meðvituð um hugsanlegar áhættur eða afleiðingar heldur en fullorðnir.

Þess vegna eiga hvers kyns upplýsingar og tilkynningar, þegar vinnsla beinist að barni, að vera á skýru og einföldu máli sem barnið getur auðveldlega skilið.

Ef barn eða forráðamaður andmæla markaðssetningu þarf að fara að þeirri ósk.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820