Ökupróf - fyrsta bílprófið
Ökupróf - fyrsta bílprófið
Bóklegt ökupróf má taka tveim mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn.
Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa um allt land samkvæmt samningi við Samgöngustofu.
Ökunemi bókar sjálfur í bóklega prófið en ökukennari bókar verklega prófið.
Verklegt ökupróf má taka tveim vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn.
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennaranum. Flokkana og dæmi um spurningar má finna neðar á síðunni.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 46 fullyrðingum rétt til að standast prófið.
Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
Verklega prófið er tekið með prófdómara. Það hefst á munnlegu prófi þar sem nemi er spurður um helstu atriði er varða bílinn, til dæmis ljósabúnað, öryggisbúnað, skráningarskírteini og fleira. Ef munnlega prófið gengur vel, tekur próf í aksturshæfni við. Ekin er ákveðin leið sem prófdómari ákveður.
Upplestur er í boði fyrir öll í bóklegum prófum. Upplestur er í formi vefþulu sem smellt er á í prófinu.
Ökupróf í B-flokki eru til á eftirfarandi tungumálum:
arabísku
ensku
íslensku
pólsku
spænsku
tælensku
víetnömsku
Ef próftaki talar ekkert af þeim tungumálum sem þýdd eru getur sá komið með túlk í prófið. Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.
Próftaki ber sjálfur kostnað af túlkun.
Eingöngu er túlkað af íslensku yfir á viðkomandi mál.
Mikilvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja
Samgöngustofa gefur ekki út æfingapróf. Æfingapróf fyrir bóklega prófið er aðgengilegt í gegnum ökukennara hjá Ökukennarafélagi Íslands og hjá ökuskólunum.
Flokkar í bóklegu prófi og dæmi um spurningar
Í þessum flokki eru 12 spurningar úr eftirfarandi umferðarmerkjaflokkum: bannmerki, boðmerki, forgangsmerki, viðvörunarmerki. Spurt er um þýðingu merkjanna og hvernig eigi að bera sig að í kringum þau.
Sjá öll umferðarmerki og flokkun þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þetta umferðarmerki táknar að nóg sé að stöðva þar sem vel sést til beggja hliða þó bíllinn fari fram yfir línuna.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 6 spurningar úr erftirfarandi umferðarmerkjaflokkum: sérreglumerki, akreinamerki, upplýsingamerki, vegvísar, þjónustumerki, önnur merki. Spurt er um þýðingu merkjanna og hvernig eigi að bera sig að í kringum þau.
Sjá öll umferðarmerki og flokkun þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þetta merki sýnir akbraut með tveimur akreinum beint áfram
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar sem tengjast forgangi í umferð. Sérstaklega er varða umferðarljós og umferðarstjórnun lögreglu.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Lögreglumaðurinn á myndinni er að stjórna umferð. Bíll C á að stöðva
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar sem tengjast forgangi í umferð. Hér er spurt um hægri reglu, notkun forgangsmerkja og forgang við gatnamót og í hringtorgum.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Ökumaður C fer síðastur sína leið
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um stöðvun og lagningu bíla. Hér þarf að vita hver er munur á stöðvun og lagningu og þær reglur og umferðarmerki sem gilda um hvort fyrir sig.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Almennt má stöðva bíl til að hleypa út farþega fyrir framan innkeyrslu að bílskúr
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar sem varða óvarða vegfarendur og reglur sem gilda um gangbrautir.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Óþarfi er að sýna óvörðum vegfarendum sérstaka varúð nema við umferðarljós og merktar gangbrautir
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 3 spurningar þar sem kannað er hvort ökunemi þekki hvað felst í þeim réttindum sem fylgir fyrsta bílprófinu, reglur um skyldutrygginar og umferðarlagabrot. Einnig hvort hann þekki helstu stofnanir sem tengjast umferðarmálum og helsta hlutverk þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Til að geta sótt um fullnaðarskírteini þarf ökumaður að vera með punktalausan ökuferil síðustu 12 mánuði
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar þar sem kannað er hvort ökunemi þekki reglur um ljósnotkun bíla og merkjanotkun (stefnuljós o.s.frv.)
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Við akstur um hringtorg skal ökumaður gefa stefnuljós áður en hann fer út úr torginu
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um hámarkshraða og stöðvunarvegalengd (viðbragðs, hemlunarvegalengd)
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Hemlunarvegalengd bíls fer meðal annars eftir hraða hans þegar hemlun hefst
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar um þá mannlegu þætti sem geta haft áhrif á aksturshæfni og hegðun okkar í umferðinni.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Orsakir flestra umferðarslysa má rekja til bilana í ökutæki
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar um almenna aksturshætti. Til dæmis um akstur í erfiðum aðstæðum, akstursvenjur og almenna umferðarhegðun.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Leyfilegt er að gefa hljóðmerki þegar skamma þarf aðra ökumenn fyrir brot á umferðarlögum
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um skyndihjálp og skyldur ökumanna á slysstað.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Slagæðablæðingu þarf oft að stöðva með því að þrýsta beint í sárið
Rangt
Rétt
Þjónustuaðili
Samgöngustofa