Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Myndbirtingar og umfjöllun um börn á netinu

Ekki er að finna nein sérstök ákvæði um birtingu ljósmynda og myndbanda á Netinu en almenna reglan er að ef hægt er að greina einstakling á mynd eða í myndbandi þarf að fara að persónuverndarlögum.

Ávallt skal virða einkalíf barna og fara varlega í að birta myndir og/eða upplýsingar um börn á opinberum vettvangi svo sem á samfélagsmiðlum. Börn ætti aldrei að sýna á niðrandi eða óviðeigandi hátt, til dæmis þannig að þau séu nakin, fáklædd eða í erfiðum aðstæðum.

Hafa skal í huga að allt sem birt er á Netinu má finna síðar og getur haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti.

Rétt er að setja sig í spor barnsins og hugsa um hvaða áhrif umfjöllun eða myndir geta haft á það síðar.

Eðlilegast er að óska eftir samþykki frá börnunum áður en rætt er um þau á samfélagsmiðlum eða birtar af þeim myndir, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska.

Börn geta og hafa rétt á að hafa skoðun á umfjöllun um þau eða myndbirtingu af þeim, þrátt fyrir ungan aldur, og taka ber tillit til þeirra.

Athuga skal að ákvæði persónuverndarlaganna gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um myndbirtingar fjölmiðla, þar sem vinnslan fer fram í þágu fjölmiðlunar og fréttamennsku. Ef myndirnar þykja hafa fréttagildi og eiga erindi við almenning er ekki alltaf nauðsynlegt að afla samþykkis fyrir myndbirtingum í fjölmiðlum.

Leiðbeiningar fyrir foreldra um netið, samfélagsmiðla og rétt barna til einkalífs hjá Umboðsmanni Barna

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820