Meðferð lífsýna-, erfða- og lífkennaupplýsinga og persónuvernd
Með erfðaupplýsingum er átt við upplýsingar sem varða arfgenga eða áunna erfðaeiginleika einstaklings sem varpa ljósi á lífeðlisfræði hans eða heilbrigði og fást einkum með greiningu á líffræðilegu sýni frá viðkomandi einstaklingi.
Með lífkennaupplýsingum er átt við persónuupplýsingar sem fást með sérstakri tæknivinnslu og tengjast líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða atferlisfræðilegum eiginleikum einstaklings og gera það kleift að greina eða staðfesta deili á einstaklingi með ótvíræðum hætti, svo sem andlitsmyndir eða gögn um fingraför.
Með lífsýnaupplýsingar eru til dæmis blóðsýni, þvagsýni eða vefjasýni.
Erfða-, lífkenna- og lífsýnaupplýsingar teljast viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga.
Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum persónuverndarlaga til vinnslu slíkra upplýsinga.
Hér á vefsíðu Persónuverndar er fjallað um hvenær megi vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar.
Sem endranær þarf auk þess vera fullnægt meginreglum persónuverndarlaganna en um þær er fjallað hér.