Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Meðferð lífsýna-, erfða- og lífkennaupplýsinga og persónuvernd

Með erfðaupplýsingum er átt við upplýsingar sem varða arfgenga eða áunna erfðaeiginleika einstaklings sem varpa ljósi á lífeðlisfræði hans eða heilbrigði og fást einkum með greiningu á líffræðilegu sýni frá viðkomandi einstaklingi.

Með lífkennaupplýsingum er átt við persónuupplýsingar sem fást með sérstakri tæknivinnslu og tengjast líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða atferlisfræðilegum eiginleikum einstak­lings og gera það kleift að greina eða staðfesta deili á einstaklingi með ótví­ræðum hætti, svo sem andlitsmyndir eða gögn um fingraför.

Með lífsýnaupplýsingar eru til dæmis blóðsýni, þvagsýni eða vefjasýni.

Erfða-, lífkenna- og lífsýnaupplýsingar teljast viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga.

Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum persónuverndarlaga til vinnslu slíkra upplýsinga.

Hér á vefsíðu Persónuverndar er fjallað um hvenær megi vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar.

Sem endranær þarf auk þess vera fullnægt meginreglum persónuverndarlaganna en um þær er fjallað hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820