Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Mælaborðsmyndavélar í bílum og persónuvernd

Notkun mælaborðsmyndavéla felur almennt í sér vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Í þessu sambandi má gera ráð fyrir að:

  • bílnúmer teljast til persónuupplýsinga, þar sem þau er hægt að rekja til einstaklinga

  • upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýni einnig gangandi vegfarendur.

Því þarf sá sem setur upp myndavél í bíl sínum, að tryggja að notkun hennar, og vinnsla persónuupplýsinga sem verða til við þá notkun, samrýmist persónuverndarlögum.

  • Einstaklingar sem sjást á upptöku (þeir sjálfir eða til dæmis bíll þeirra/bílnúmer) eiga almennt rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um þá sjálfa og rétt til að skoða upptökur sem til verða og fá af þeim afrit innan mánaðar, óski þeir eftir slíku.

  • Afmá gæti þurft upplýsingar um aðra einstaklinga af upptökunni áður en orðið er við slíkri beiðni.

  • Gæta þarf öryggis upplýsinga á upptökum, til dæmis getur skipt máli í hvaða landi þær eru vistaðar. Uppfylla þarf sérstök skilyrði ef persónuupplýsingar eru fluttar út fyrir EES-svæðið, til dæmis í skýjalausnum.

Ekki má birta upptökur úr myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og samfélagsmiðlum, nema skilyrði persónuverndarlaganna fyrir slíkri birtingu séu uppfyllt.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820