Mælaborðsmyndavélar í bílum og persónuvernd
Notkun mælaborðsmyndavéla felur almennt í sér vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Í þessu sambandi má gera ráð fyrir að:
bílnúmer teljast til persónuupplýsinga, þar sem þau er hægt að rekja til einstaklinga
upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýni einnig gangandi vegfarendur.
Því þarf sá sem setur upp myndavél í bíl sínum, að tryggja að notkun hennar, og vinnsla persónuupplýsinga sem verða til við þá notkun, samrýmist persónuverndarlögum.
Einstaklingar sem sjást á upptöku (þeir sjálfir eða til dæmis bíll þeirra/bílnúmer) eiga almennt rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um þá sjálfa og rétt til að skoða upptökur sem til verða og fá af þeim afrit innan mánaðar, óski þeir eftir slíku.
Afmá gæti þurft upplýsingar um aðra einstaklinga af upptökunni áður en orðið er við slíkri beiðni.
Gæta þarf öryggis upplýsinga á upptökum, til dæmis getur skipt máli í hvaða landi þær eru vistaðar. Uppfylla þarf sérstök skilyrði ef persónuupplýsingar eru fluttar út fyrir EES-svæðið, til dæmis í skýjalausnum.
Ekki má birta upptökur úr myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og samfélagsmiðlum, nema skilyrði persónuverndarlaganna fyrir slíkri birtingu séu uppfyllt.