Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Kosningar og meðferð persónuupplýsinga

Kosningabarátta á samfélagsmiðlum

Kosningabaráttur eru í auknum mæli háðar á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar safna ítarlegum upplýsingum um notendur, til dæmis um staðsetningu þeirra, aldur, hvað þeim líkar við, skrifa ummæli um eða deila. Þannig eru markhópar afmarkaðir með nákvæmari hætti en áður hefur þekkst og auðvelt er að birta notendum auglýsingar sem höfða sérstaklega til þeirra.

Stjórnmálaskoðanir eru viðkvæmar persónuupplýsingar

Í kosningabaráttu þarf að gæta að því að unnið sé eftir persónuverndarlögum. Vinnsla stjórnmálasamtaka á viðkvæmum persónuupplýsingum félagsmanna og kjósenda, svo sem um stjórnmálaskoðanir, verður að byggjast á afdráttarlausu samþykki hins skráða, það er, einstaklingsins sem er undir, fyrir vinnslunni. Samþykkið skal vera upplýst og skýrt um hvernig og hverjir megi nota persónuupplýsingar viðkomandi og í hvaða tilgangi. Í því felst meðal annars að gera verður ríkar kröfur til fræðslu til hins skráða og á það einnig við þegar unnið er með almennar persónuupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna.

Verklagsreglur og álit

Á vegum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram til síðustu alþingiskosninga voru gerðar sameiginlegar verklagsreglur sem taka mið af leiðbeiningum og tillögum Persónuverndar sem fram komu í áliti frá 2020 um notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis.

Álit um notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis (frá 2020)

Ábendingar um ábyrga notkun persónuupplýsinga

Leiðbeiningar Persónuverndar um notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2024

Fræðsla Fjölmiðlanefndar um Alþingiskosningar 2024

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820