InterRAI-mat fyrir hjúkrunarþarfir og heilsufar
InterRAI (e. Resident Assessment Instrument) er yfirgripsmikið þverfaglegt tæki sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu, með áherslu á gæði og öryggi meðferðar.
Niðurstöður interRAI-mats eru notaðar við úttektir á hjúkrunarheimilum sem framkvæmdar eru af embætti landlæknis, til að fylgjast með hvort þjónustan uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma.
InterRAI-matstækið var þróað í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar og hefur verið þýtt og staðfært víða um heim í fjölþjóðlegu samstarfi sem nefnist inter-RAI.
Sjá nánar Gæðavísar í heilbrigðisþjónustu - Hjúkrunarheimili - interRAI gæðavísar
Rafræn skráning við interRAI-mat
Til að tryggja gagnaöryggi og persónuvernd eru öll gögn dulkóðuð í tölvusamskiptum. Með því að safna gögnunum í miðlægan gagnagrunn er hægt að fá heildarmynd af heilsufari og aðbúnaði aldraðra á öllum hjúkrunarheimilum á landinu. Hver stofnun hefur aðeins aðgang að sínum gögnum.
Notagildi interRAI-mats er ótvírætt:
Það stuðlar að einstaklingsbundinni meðferðaráætlun og markvissari hjúkrunarmeðferð.
Það gefur möguleika á að fylgjast með gæðum þjónustunnar og vinna umbótastarf ef þörf krefur.
Úttekt KPMG á InterRAI mælitækjum og færni- og heilsumati. Maí 2018
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis