Fara beint í efnið

Innkaup á heilbrigðisþjónustu

Í VIII. kafla laganna koma fram sérreglur um heilbrigðisþjónustu og skulu opinberir samningar um þjónustuna gerðir í samræmi við hann ef verðmæti samnings fer yfir viðmiðunarfjárhæð, nú 97.770.000 kr.

Helstu nýmæli eru að kaupandi skal láta vita um fyrirætlun sína með sérstakri forauglýsingu eða sérstakri útboðstilkynningu á vef útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins, TED.

Með forauglýsingu er upplýst um fyrirhuguð þjónustukaup og þannig gefst áhugasömum aðilum færi á að láta áhuga sinn í ljós. Byrji ferli með forauglýsingu getur það endað með samningaviðræðum eða samningi á grundvelli útboðs.

Útboðstilkynning á við ef ákveðið hefur verið að fara í útboð á þjónustu.

Í eldri lögum um opinber innkaup var heilbrigðisþjónusta ekki útboðsskyld. 

Beiðni til Sjúkratrygginga um kaup á þjónustu


Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar