Hver ber ábyrgð á því að gera mat á áhrifum á persónuvernd?
Ábyrgðaraðili vinnslu ber ábyrgð á því að MÁP fari fram.
Þetta felur þó ekki í sér að ábyrgðaraðilinn þurfi endilega að framkvæma matið sjálfur.
Hægt er að fela öðrum aðila, til dæmis vinnsluaðila eða utanaðkomandi sérfræðingi, að framkvæma eiginlegt mat, en það er alltaf ábyrgðaraðilinn sem ber endanlega ábyrgð á matinu.
Meta þarf hverju sinni hver er best til þess fallinn að framkvæma MÁP, en það getur til dæmis ráðist af því hvort fyrirhuguð vinnsla er fremur á sérsviði vinnsluaðila en ábyrgðaraðila.
Þó að ábyrgðaraðili ákveði að fela öðrum aðila að framkvæma MÁP dregur það ekki úr ábyrgð ábyrgðaraðilans sjálfs samkvæmt persónuverndarlögum.
Ábyrgðaraðili þarf að leita ráða hjá persónuverndarfulltrúa, sé honum til að dreifa, þegar MÁP er framkvæmt.
Skjalfesta á ráðleggingar persónuverndarfulltrúans í matinu. Persónuverndarfulltrúinn ber hins vegar ekki ábyrgð á framkvæmd matsins.