Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar?
"Persónuupplýsingar" og "vinnsla"
Persónuverndarlögin gilda um þegar vinnsla persónuupplýsinga á sér stað.
Lögin eru tæknilega hlutlaus og eiga því að ná yfir alla tækni sem beitt er til að vinna persónuupplýsingar, svo sem með gervigreindarforriti.
Athuga skal að ekki reynir á persónuverndarlögin ef gervigreindin vinnur að öllu leyti með ópersónugreinanleg gögn.
Helst reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar við eftirfarandi aðstæður:
persónuupplýsingum er safnað, þær færðar í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina
Í því sambandi má nefna dæmi sem varðar notkun OpenAI á fimm mismunandi gagngrunnum til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum, safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, svo sem Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notandanum.
Tæknifyrirtækin segjast hafa notað gögn sem hafi verið birt opinberlega á Netinu og að þau séu nauðsynleg til að þjálfa mállíkön.
Þarna rísa upp álitamál um það hvort heimilt sé að nota gögn af Netinu – til dæmis af Facebook, til að þjálfa gervigreind án þess að þeir sem upplýsingarnar varða viti um það eða hafi samþykkt slíka notkun upplýsinganna.
þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga, sjá hér nánari umfjöllun um slíka sjálfvirka ákvarðanatöku.