Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar?

"Persónuupplýsingar" og "vinnsla"

Persónuverndarlögin gilda um þegar vinnsla persónuupplýsinga á sér stað.

Lögin eru tæknilega hlutlaus og eiga því að ná yfir alla tækni sem beitt er til að vinna persónuupplýsingar, svo sem með gervigreindarforriti.

Athuga skal að ekki reynir á persónuverndarlögin ef gervigreindin vinnur að öllu leyti með ópersónugreinanleg gögn.

Helst reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar við eftirfarandi aðstæður:

  • persónuupplýsingum er safnað, þær færðar í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina

Í því sambandi má nefna dæmi sem varðar notkun OpenAI á fimm mismunandi gagngrunnum til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum, safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, svo sem Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notandanum.

Tæknifyrirtækin segjast hafa notað gögn sem hafi verið birt opinberlega á Netinu og að þau séu nauðsynleg til að þjálfa mállíkön.

Þarna rísa upp álitamál um það hvort heimilt sé að nota gögn af Netinu – til dæmis af Facebook, til að þjálfa gervigreind án þess að þeir sem upplýsingarnar varða viti um það eða hafi samþykkt slíka notkun upplýsinganna.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820