Hvað er persónuverndarfulltrúi?
Samkvæmt persónuverndarlögum er sumum stofnunum og fyrirtækjum skylt að tilnefna svokallaðan persónuverndarfulltrúa.
Honum er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd.
Þá er persónuverndarfulltrúa ætlað að vera tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.
Persónuverndarfulltrúinn þarf að vera sjálfstæður, sérfræðingur í persónuverndarlöggjöfinni, hafa fullnægjandi aðstöðu og mannafla og hafa beinan aðgang að æðstu yfirstjórn. Persónuverndarfulltrúi getur annaðhvort verið starfsmaður eða utanaðkomandi sérfræðingur.