Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Helstu skyldur vinnsluaðila við vinnslu persónuupplýsinga

Skyldur vinnsluaðila gagnvart ábyrgðaraðila

Vinnsluaðili má aðeins vinna með persónuupplýsingar að því marki sem samningur hans við ábyrgðaraðila leyfir, og honum ber að fylgja þeim fyrirmælum um vinnsluna sem ábyrgðaraðili setur fram.

Þá ber vinnsluaðila að aðstoða ábyrgðaraðila við að tryggja að vinnslan samrýmist persónuverndarlögum.

Verði vinnsluaðili var við fyrirhuguð vinnsla samrýmist ekki persónuverndarlögum ber honum að tilkynna ábyrgðaraðilanum um það tafarlaust.

Sjálfstæð ábyrgð vinnsluaðila

Auk þeirrar skyldu sem vinnsluaðili hefur gagnvart ábyrgðaraðila ber hann jafnframt sjálfstæða ábyrgð á að starfsemi hans samrýmist persónuverndarlögum.

Vinnsluaðili ber meðal annars ábyrgð á að :

  • útbúa vinnsluskrá um þá vinnslu sem hann framkvæmir fyrir hönd ábyrgðaraðilans,

  • fylgja ákvæðum vinnslusamnings í hvívetna, þ.e. hann má eingöngu vinna persónuupplýsingar samkvæmt skjalfestum fyrirmælum slíks samnings eða annarri réttargerð milli aðila,

  • tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem hann vinnur með í sinni starfsemi í samræmi við persónuverndarlöggjöfina

Leiðbeiningar Persónuverndar fyrir vinnsluaðila:

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820