Fara beint í efnið

Þrepaskipt greiðsluþátttaka

Greiðsluþátttökukerfið vegna lyfjakaupa byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils.

Hvenær hefst nýtt greiðslutímabil

Tólf mánaða greiðslutímabil hefst við fyrstu lyfjakaup eftir að seinna tólf mánaða tímabili lýkur.

Dæmi: Einstaklingur kaupir lyf sem er með greiðsluþátttöku í fyrsta skipti 15. apríl 2021 því tímabili lýkur þá 15. apríl 2022. Nýtt tímabil hefst síðan þegar viðkomandi kaupir aftur lyf sem er með greiðsluþátttöku eftir að framangreindu tímabili lýkur.

Einstaklingar geta skoðað greiðslustöðu sína á Mínar síður - Heilsa - Lyf.

Ofgreiðslur og endurgreiðslur

Upplýsingar um greiðslur einstaklinga í apótekum berast alla jafna til Sjúkratrygginga daglega. Hafir þú greitt of mikið vegna lyfjakaupa eða réttindastaða þín breyst á 12 mánaðartímabilinu þá fer fram sjálfvirkur endurreikningur sem leiðréttir greiðslustöðuna einu sinni viku.

Endurgreiðsla er lögð inn á bankareikning þinn og tilkynning berst í tölvupósti. Mikilvægt er að vera með rétt skráða bankaupplýsingar svo hægt sé að endurgreiða.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar