Greiðsluþátttaka vegna næringar og sérfæðis
Sjúkratryggingar niðurgreiða lífsnauðsynleg næringarefni og sérfæði þegar sjúkdómar eða afleiðingar slysa valda verulegum vandkvæðum við fæðuinntöku og upptöku næringarefna og þegar um langvarandi þörf er að ræða, að minnsta kosti þrjá mánuði.
Eftirfarandi er niðurgreitt:
Amínósýrublanda vegna efnaskiptagalla
Næring um slöngu (sondunæring) ásamt fylgihlutum og dælu
Fylgihlutir vegna næringar í æð
Næringardrykkir, almennir og sérhæfðir
Þykkingarefni vegna kyngingarerfiðleika
Próteinskert fæði vegna efnaskiptagalla
Peptíðmjólk/amínósýrublanda vegna mjólkurofnæmis fyrir börn 0-2 ára
Umsóknarferli
Læknir, næringarfræðingur eða annar heilbrigðisstarfsmaður metur þörf og sendir umsókn
-Þegar um er að ræða mjólkurofnæmi barna skal ofnæmi staðfest af ofnæmislækni, barnaofnæmislækni eða meltingarlækniUmsókn er send rafrænt (Leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn vegna Gagnagáttar)
Svarbréf með upplýsingum um ákvörðun er birt í Stafræna pósthólfinu á Ísland.is
Gefnar eru út innkaupaheimild/ir vegna næringarefna og sérfæðis þar sem fram kemur hver greiðsluþátttaka og gildistími er
Einstaklingar sjá samþykktar heimildir, stöðu þeirra, gildistíma á Mínum síðum
Kaup á næringarefnum/sérfæði
Við kaup er kennitala gefin upp hjá seljanda sem flettir heimildum upp í Gagnagátt. Einstaklingar greiða sinn hlut beint til seljanda þegar það á við. Seljendur senda Sjúkratryggingum reikning vegna kaupa.
Heimild til úttektar
Heimild til úttektar miðast við reikninga sem hafa borist Sjúkratryggingum og verið greiddir. Heimild til úttektar getur verið hærri heldur en hámarksupphæð á mánuði en um er að ræða 3ja mánaða svigrúm svo heimildin nýtist sem best.
Heimild til úttektar tekur mið af
mánuðinum á undan og upphæð sem er ónýtt þar
núverandi mánuði
næsta mánuði á eftir vegna heimildar til að taka út 2ja mánaða skammt
Kvittanir fyrir kaupum
Hafi kaup verið staðgreidd af notanda er hægt að senda kvittanir til Sjúkratrygginga:
með rafrænum skilum á skrá í gegnum Gagnaskil einstaklinga (tegund skila: Einnota hjálpartæki)
til þjónustuvers Sjúkratrygginga
Mikilvægt er að kennitala þess sem á heimildina komi fram ásamt bankaupplýsingum fyrir endurgreiðslu.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar