Greiðsluþátttaka vegna sálfræðiþjónustu
Greiðsluþátttaka vegna sálfræðiþjónustu
Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna þjónustu sálfræðinga er annars vegar að fyrir liggi tilvísun og hins vegar að leitað sé til þeirra sálfræðinga sem starfa eftir rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu.
Foreldrum og forráðamönnum er bent á að kynna sér hvaða sálfræðingar hafa heimild samkvæmt rammasamningnum til að sinna börnum með alvarlegar geð-, hegðunar- og þroskaraskanir. Í þeim tilvikum þarf tilvísun að vera frá þverfaglegu greiningarteymi eða barnageðlæknum.
Tilvísanir þurfa að vera frá:
Heilsugæslustöð – börn og fullorðnir.
- Á við um sálfræðiþjónustu barna eða fullorðinna vegna gruns eða staðfestrar greiningar um kvíðaröskun eða þunglyndi af einhverjum toga (vægt og meðal).Þverfaglegu greiningarteymi* og barnageðlæknum – börn eingöngu.
- Á við um sálfræðiþjónustu barna með alvarlegar geð-, hegðunar- og þroskaraskanir.
- Viðkomandi sálfræðingur verður að hafa heimild til að veita meðferð samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar.
*Geðheilsumiðstöð barna, Barna og unglingageðdeild Landspítala, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Barnaspítali Hringsins, Sjúkrahúsið á Akureyri, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins.
Gildistími tilvísunar
Tilvísunin gildir í 6 mánuði frá fyrsta meðferðartíma. Hafi tilvísun ekki verið gefin út eða er eldri en 6 mánaða taka Sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði við þjónustuna.
Fjöldi meðferða
Fjöldi meðferða í tilvísun eru að hámarki 10 tímar hjá börnum en 12 tímar hjá 18 ára og eldri.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar