Fara beint í efnið

Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (ICF eða International Classification of Functioning, Disability and Health) er gefið er út og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Flokkunarkerfið er gert fyrir samræmda skráningu á heilsutengdri færni og færniskerðingu og lýsir færni frá ólíkum sjónarhornum, svo sem hreyfigetu eða félagslegri aðlögun. Uppbygging þess beinir sjónum að samspili milli heilsufars, færni og aðstæðna.

Kerfið var þýtt og styttri útgáfa þess gefin út í bók á íslensku árið 2015. Prentuðu eintökin eru uppurin þannig að einungis er hægt að nálgast bókina á rafrænu formi.

Ítarlegri útgáfa ICF-kóðanna er birt á SKAFL.is, sérstakri vefsíðu um flokkunarkerfi. Þýðing ICF yfir á íslensku var samstarfsverkefni embættis landlæknis og Háskólans á Akureyri.

Ítarefni

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis