Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

13th July 2018

Embætti landlæknis hefur gefið út persónuverndarstefnu vegna nýrra laga um persónuvernd nr. 90/2018, sem taka gildi á Íslandi þann 15. júlí.

Lit ISL ENG Stort

Embætti landlæknis hefur gefið út persónuverndarstefnu, vegna nýrra laga um persónuvernd nr. 90/2018, sem taka gildi á Íslandi þann 15. júlí. Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí síðastliðinn.

Með lögunum er lögð aukin ábyrgð á stofnanir, fyrirtæki og félög um að vernda persónuupplýsingar sem unnið er með í starfseminni. Persónuverndarstefna embættisins greinir frá því hvernig staðið er að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga sem embættinu er skylt að búa yfir samkvæmt lögbundnu hlutverki þess.

Þar má einnig nálgast leiðbeiningar um hvernig ber að óska eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum.