This news article is more than a year old
25th March 2019
Í dag, mánudaginn 25. mars, hafa engin ný mislingatilfelli greinst


Í dag, mánudaginn 25. mars, hafa engin ný mislingatilfelli greinst. Enn eru að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu, þeir eru ekki smitandi og þurfa því ekki að vera í einangrun.
Á næstu dögum mun sóttvarnalæknir endurskoða það fyrirkomulag sem verið hefur undanfarnar vikur varðandi bólusetningar og ákveða hvort farið verður aftur að bólusetja samkvæmt fyrri áætlun, við 18 mánaða og 12 ára aldur.
Sóttvarnalæknir