Efni tilkynningar um öryggisbrest til Persónuverndar
Meðal annars skal veita Persónuvernd eftirfarandi upplýsingar:
Eðli öryggisbrestsins, þ.m.t. ef hægt er, þeim flokkum og áætluðum fjölda skráðra einstaklinga sem hann varðar og flokkum og áætluðum fjölda skráninga persónuupplýsinga sem um er að ræða,
nafn og samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa eða annars tengiliðar þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar,
afleiðingar öryggisbrests við meðferð persónuupplýsinga,
ráðstafanir sem ábyrgðaraðili hefur gert eða fyrirhugar að gera vegna öryggisbrests við meðferð persónuupplýsinga, þar með talið, eftir því sem við á, ráðstöfunum til að milda hugsanleg skaðleg áhrif hans.
Þótt ekki liggi allar eða nákvæmar upplýsingar fyrir skal það ekki koma í veg fyrir að tilkynning sé send tímanlega inn enda er unnt að senda Persónuvernd uppfærðar upplýsingar þegar þær liggja fyrir.