Fara beint í efnið

Breyting á lánstíma

Stytting lánstíma

Ef þú vilt greiða húsnæðislánið þitt hraðar upp geturðu annað hvort greitt inn á höfuðstól um hver mánaðamót eða stytt lánstímann. Með styttri lánstíma hækka mánaðarlegar afborganir og eignamyndun verður hraðari.

Til að ákvarða styttri lánstíma út frá mánaðarlegri afborgun getur þú sett inn mismunandi forsendur í lánareiknivélina.

Ráðgjafi HMS mun hafa samband fljótlega með tölvupósti, staðfesta umsókn og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á. Ef mánaðarleg greiðslubyrði þín eykst um 20% eða meira þarftu að fara í greiðslumat.

Sækja um

Umsókn um breytingu á lánstíma

Breyting á lánstíma samþykkt

  1. Þú færð tölvupóst þegar lánaskjöl með skilmálabreytingum eru tilbúin.

  2. Ef það er lán á húsnæðinu á aftari veðrétti (frá annarri lánastofnun) þarf sú lánastofnun að árita samþykki sitt á skilmálabreytinguna.

  3. Þú sækir skjölin á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21, skrifar undir og ferð með í þinglýsingu.

  4. Þegar lánaskjölum hefur verið þinglýst skilar þú þeim inn aftur til HMS og breytingin er afgreidd.

  5. Kostnaður við skilmálabreytingu leggst ofan á næsta gjalddaga lánsins.

Kostnaður

  • Skilmálabreyting: 3.250 krónur

  • Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni: 2.700 krónur.

Lenging lánstíma

Lenging lánstíma lækkar mánaðarlegar afborganir og eignamyndun verður hægari. Ef þú vilt lengja lánstímann getur þú skoðað lausnir vegna greiðsluvanda.