Fara beint í efnið

Björgunarskipaskírteini

Umsóknareyðublað um útgáfu eða endurnýjun á björgunarskipaskírteini

Umsóknareyðublað um útgáfu eða endurnýjun á björgunarskipaskírteini.

Fylgigögn

  • Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna (yngra en 6 mánaða)

  • Tvær myndir í vegabréfstærð

Umsækjandi um skipstjórnarskírteini á björgunarskipi ber jafnframt að skila:

  • Prófskírteini - smáskipanám til skipstjórnar (<12 metrar að skráningarlengd)

  • Staðfesting frá Tækniskólanum um að hafa lokið skipstjóranámskeiði fyrir stjórnendur björgunarskipa

  • Staðfestningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á að hafa lokið áhafnanámskeiði björgunarskipa, stjórnendanámskeiði björgunarskipa

  • Hafa verið í áhöfn björgunarskips í a.m.k. 24 mánuði eða hafa a.m.k. 12 mánaða siglingatíma.

  • Staðfesting um að hafa farið a.m.k. 36 ferðir á björgunarskipum 6 metrum að lengd eða lengri, þar af 10 ferðir í sértækri þjálfun sem skipstjórnarmaður í umsjón starfandi skipstjóra í viðkomandi ferð, eða hafa starfað sem skipstjórnarmaður íatvinnuskyni.

Umsækjandi um vélstjórnarskírteini á björgunarskip ber jafnframt að skila:

  • Prófskírteini – A.m.k. smáskipavélavarðarnám (<12 metrar og <750 kW.) (ef um frumútgáfu skírteinis er að ræða)

  • Staðfestingu frá Tækniskólanum að hafa lokið námi í vélstjórn björgunarskipa

  • Staðfesting Slysavarnafélagsins Landsbjargar á að hafa lokið áhafnanámskeiði björgunarskipa og að hafa farið a.m.k. 24 ferðirá björgunarskipum 6 metrum að lengd og lengri, þar af 10 ferðir í sértækri þjálfun sem vélstjórnarmaður í umsjón starfandi vélstjóra í viðkomandi ferð

Samgöngustofa metur hvaða skírteini umsækjandi fær útgefið.

Umsóknareyðublað um útgáfu eða endurnýjun á björgunarskipaskírteini

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa