Fara beint í efnið

Sækja um bifhjólaréttindi

Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.

Aldursskilyrði fyrir flokka bifhjóla eru:

  • AM-flokkur - 15 ára

  • A1-flokkur - 17 ára

    • veitir einnig AM réttindi

  • A2-flokkur - 19 ára

    • veitir einnig AM og A1 réttindi

  • A-flokkur - 24 ára (nema 21 árs ef þú tókst A2 19 ára)

    • veitir einnig AM, A1 og A2 réttindi

Sækja má um að byrja að læra 3 mánuðum fyrir afmælisdag.

Kostnaður

Ökuskírteini fyrir létt bifhjól, AM próf, kostar 4.300 krónur. 

Ökuskírteini fyrir þungt bifhjól, A próf, kostar 8.600 krónur.

Ökuskírteini skal greiða með greiðslukorti í starfrænum umsóknum eða hjá sýslumanni þar sem sótt er um.

Námsferlið

Upplýsingar um mótorhjólanámið finnur þú á vef Samgöngustofu.

Umsóknarferli

Sýslumaður sendir námsheimild til Frumherja og þá má umsækjandi hefja nám. Próf eru pöntuð hjá Frumherja.

Að loknu prófi getur ökumaður sótt bráðabirgðaakstursheimild til sýslumanns gegn framvísun staðfestingar frá prófdómara. 

Fylgigögn

  • Með umsókninni þarf að fylgja passamynd.

  • Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða á við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. 

Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15