Einstaklingsmiðuð þjónusta fyrir fólk með skerta starfsgetu. Markmiðið er að einstaklingur finni vinnu á almennum vinnumarkaði og ef óskað er eftir, fái stuðning í nýrri vinnu.
Að sækja um
Sótt er um á Mínum síðum í gegnum rafræn skilríki. Ef þörf er á er hægt að fá aðstoð hjá ráðgjöfum. Netfang: ams@vmst.is
Ráðgjafi hefur samband
Þegar umsókn hefur verið send inn hefur ráðgjafi samband til að fara yfir næstu skref. Ráðgjafar hafa samband við öll sem sækja um.
Afgreiðslutími umsókna
Haft er samband við umsækjanda sem fyrst en það fer eftir álagstímum hversu fljótt ráðgjafar geta sett sig í samband.
Stuðningur í atvinnuleit
Í atvinnuleitinni er lögð áhersla á samvinnu ráðgjafa og atvinnuleitandans. Ráðgjafar aðstoða meðal annars með:
Kynningu á ýmsum virkniúrræðum.
Starfsráðgjöf.
Aðstoð við ferilskrágerð.
Aðstoð við starfaleit og gerð umsókna.
Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal. Ráðgjafi getur líka komið með í atvinnuviðtal sé þess óskað.
Aðstoð í ráðningarferlinu.
Kynning á vinnusamningi öryrkja þegar við á.
Stuðningur í starfi
Ef einstaklingur finnur vinnu við hæfi aðstoða ráðgjafar meðal annars með:
Aðstoð við að mynda tengsl á vinnustað, umfangið fer eftir óskum hvers og eins.
Stuðningur eftir þörfum.
Byggja upp stuðningsnet á vinnustað.
Námskeið
Á meðan á atvinnuleit stendur er möguleiki að sækja námskeið sem eru í boði hjá Vinnumálastofnun
Um allt land
Þjónustan er í boði um land allt. Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru 8 talsins, hringinn í kringum landið.
Vinnusamningar örykja
Vinnusamningar öryrkja eru endurgreiðslusamningar við atvinnurekendur sem ráðið hafa fólk með skerta starfsgetu til starfa og er þeim ætlað að auka tækifæri fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Vinnusamningar öryrkja
Tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun
Ef einstaklingur fær greiðslur frá Tryggingastofnun þarf að athuga að uppfæra tekjuáætlun þegar vinna er hafin. Laun hafa oftast áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Það er hægt að uppfæra tekjuáætlunina á vef Tryggingastofnunar.
Frekari upplýsingar
Sími: 515 4800
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun