Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Áskoranir tengdar gervigreind vegna persónuverndarlöggjafarinnar

Það eru miklar áskoranir og óvissa vegna gervigreindartækninnar í tengslum við persónuverndarlöggjöfina.

Sem dæmi um áskoranir má nefna eftirfarandi:

Möguleikinn á svokölluðum samtalsleka gervigreindarinnar

Í notendaskilmálum OpenAI þá samþykkja einstaklingar að fyrirtækið geti notað það efni sem viðkomandi setur inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Ef það efni inniheldur persónuupplýsingar, þá má gera ráð fyrir að fyrirtæki geti, og muni nota efnið, í einhverjum öðrum tilgangi.

Gerð nýrra persónuupplýsinga (bull upplýsinga)

Gervigreindin getur búið til eða ýkt upplýsingar, fundið eitthvað upp, sem ekki endilega reynist alltaf rétt

Sem dæmi um þetta má nefna að í Kaliforníu var lagaprófessor sakaður um kynferðislega áreitni, með vísan til greinar í The Washington Post. Gervigreindin hafði búið til greinina - hún var ekki til í raun og veru.

Rétturinn til að gleymast

Áskoranir lúta að því að samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni eiga einstaklingar að meginstefnu til rétt til að gleymast.

Lagaprófessorinn í dæminu hér að framan gæti viljað óska eftir því að þessum röngu upplýsingum yrði eytt en staðreyndin er sú að það er ekki auðvelt að eyða eða leiðrétta gögnum í mállíkani.

Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem "eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað. Það er semsagt ekki hægt.

Meginregla persónuverndarlaga um gagnsæi

Einstaklingar eiga að meginstefnu til rétt á að fá upplýsingar um þá vinnslu sem fer fram með persónuupplýsingum þeirra.

Hins vegar er ljóst að það er krefjandi er að mæta þessari meginreglu þegar persónuupplýsingar eru unnar í tengslum við gervigreindarforrit.

Tæknin er flókin og erfitt getur reynst að skilja og útskýra, jafnvel af hálfu þeirra sem hafa tekið þátt í að þróa gervigreindarforritið frá upphafi.

Meginregla persónuvernarlaga um meðalhóf

Forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að hún sé mötuð af gríðarlega miklum gögnum.

Komið hefur fram að stofnsetja þurfi ný risastór raforkuver í þeim eina tilgangi að geta knúið rafmagn fyrir svokölluð gervigreindar gagnaver.

Það er því ljóst að erfitt er að mæta þessari meginreglu að nokkru leyti með notkun gervigreindarinnar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820